28.2.2008 | 12:39
Væl er þetta..
Ég dái meistarann sem fótboltamann en stundum, oftast, þætti mér betra ef hann héldi nú bara kjafti og einbeitti sér að því að spila fótbolta. Hverskonar fyrirliði er það sem vælir í blöðin um að þetta tímabil sé ónýtt jafnvel þó að þeir verði Evrópumeistarar. Sérstaklega þegar liðið er loks að byrja að spila eitthvað sem líkist fótbolta og þarf virkilega á því að halda að sýna samhug til að halda fjórða sætinu í deildinni.
Kannski er meistarinn að verða of stór til að vera hluti af hópi og ef svo er þá er kominn tími til að selja. Ef ekki þá hlýtur hann að vera að vinna að leynt og ljóst að losna við Rafa því að þetta gerir ekkert nema grafa undan stjóranum eina.
Evróputitill yrði Gerrard ekki næg sárabót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er liðið farið að spila almennilega loksins ? váv, þið unnuð inter og rétt unnuð Middlesbrough. Ekki tel ég það að þið séuð farnir að spila almennilega.
RagnarH (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.